Úrvalsvísitalan endaði í hæstu hæðum í Kauphöllinni í dag. Hún hækkaði um 0,62% og endaði í 1.091 stigi í viðskiptum upp á 607 milljónir króna.

Gengi hlutabréfa Össurar hækkaði um 1,91% og endaði gengi þeirra í 213 krónum á hlut. Á eftir fylgdu Hagar sem hækkaði um 1,07%. Viðskipti með bréfin námu tæpum 420 milljónum króna eða sem nemur 70% af heildarviðskiptum í Kauphöllinni.

Þá hækkaði gengi hlutabréfa Icelandair Group um 0,92% og endaði gengið í 6,59 krónum á hlut.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Marel um 0,62% og endaði það í 160,5 krónum á hlut.