Olíuverð heldur áfram að hækka og fór olíutunnan í fyrsta skipti í dag yfir 129 Bandríkjadali.

Bloomberg fréttaveitan greinir frá því að áhyggjur af bágri birgðastöðu ríkja af olíu sé helsti áhrifavaldur áframhaldandi hækkana en eins og greint var frá í morgun töldu greiningaraðilar í Evrópu sömu ástæðu liggja að baki lækkunar á mörkuðum í Evrópu.

Þá er talið að Kínverjar þurfi á meiri olíu að halda á næstu vikum vegna jarðskjálftanna þar í landi.

Eins og fyrr segir fór verð á olíutunnunni yfir 129 dali í dag og um tíma kostaði tunnan 129,3 dali á mörkuðum í New York. Þegar þetta er skrifað, kl. 16:20 kostar tunnan 126,8 dali.