Olíuverð heldur áfram að hækka og hækkar nú sjöunda viðskiptadaginn í röð. Olíuverð fór hátt undir 112 Bandaríkjadali á mörkuðum í Asíu í dag og var við lok markaða 111,80 dalir.

Þá er verð á olíu 111,27 dalir í Bandaríkjunum en ekki er búið að opna markaði þar þegar þetta er skrifað.

Líkt og í síðustu viku er ljóst að fjárfestar eru að kaupa olíu í miklu magni til að festa fjármagn sitt í bandaríkjadölum. Það vekur upp eftirspurn sem síðan keyrir upp verðið.

OPEC samtökin hafa þegar sagt að ekki sé eðlileg eftirspurn eftir olíu þar sem eftirspurnin skapist fyrst og fremst vegna órógleika á fjármálamörkuðum. Samtökin sjá því ekki ástæðu til að auka framleiðslu sína til að lækka verðið.