Skuldatryggingaálag viðskiptabankanna þriggja hélt áfram að hækka í kjölfar óvissu á mörkuðum.

Álagið á Landsbankann hækkaði um 6% en um 3% hjá hinum tveimur, samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg.

Þetta er mun minni hækkun en fyrir tveimur dögum þegar það rauk upp um 10-20%; mest hjá Landsbankanum en minnst hjá Kaupþingi.

Sérfræðingar segja við Viðskiptablaðið að eiginleg viðskipti stjórni ekki hækkunum heldur fari tilboð í kerfið sem aldrei verði að viðskiptum.