Hlutabréf snarhækkuðu í Evrópu og á Wall Street eftir tilkynningu um að sex af stærstu seðlabönkum heims ákváðu að dæla lausafé inn í evrópskt fjármálakerfi. Mikil ánægja var því með framtak seðlabankanna.

Bandaríski seðlabankinn, Evrópski seðlabankinn, Englandsbanki og seðlabanki Japans auk seðlabanka Kanada og Sviss taka þátt í innspýtingunni.

Dow Jones vísitalan í kauphöllinni í New York hefur hækkað 3,57%, Nasdaq um 3,41 og S&P um 3,4%.

Wall Street í New York.
Wall Street í New York.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)