Útlit er fyrir 0,3% samdrátt á evrusvæðinu á þessu ári en 1,4% hagvöxt á því næsta, samkvæmt hagspá framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB). Gangi þetta eftir þá mun þetta verða annað árið í röð sem landsframleiðsla dregst saman innan myntsvæðisins. Á sama tíma er reiknað með 0,1% hagvexti að meðaltali innan ESB og 1,6% á næsta ári.

Í hagspánni er gert ráð fyrir því að fjárfestingar dragist saman og að atvinnuleysi rjúki upp í nýjar hæðir. Atvinnuleysi er mikið í skuldsettustu ríkjum Evrópuríkjunum nú um stundir. Framkvæmdastjórn ESB gerir ráð fyrir því að staðan eigi eftir að verða svartari og atvinnuleysi fara upp í allt að 27% á Grikklandi á þessu ári. Það kann jafnframt að tæp 27% á Spáni og fari yfir 17% í Portúgal.

Þá segir í hagspánni að í skugga atvinnuleysisins muni það reynast ríkisstjórnum evruríkjanna erfitt að grípa til nauðsynlegra aðhaldsaðgerða til að snúa efnahagslífinu til betri vegar.