Hlutabréfaverð svissneska bankans Credit Suisse heldur áfram að lækka hratt, en gengið stendur nú í 2,85 frönkum á hlut og hefur lækkað um tæp 2% frá opnun markaða.

Gengið hefur lækkað um 22% undanfarna fimm daga og um 67% frá áramótum.

Bankinn tapaði fjórum milljörðum franka á þriðja ársfjórðungi og var afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins neikvæð um 1,2 milljarða franka.

Bankinn hefur gefið það út að hann ætli að fækka starfsgildum um 43-52 þúsund á næstu þremur árum, þar af um 2.700 fyrir lok árs.