Óhætt er að segja að þriðjudagurinn hefjist á svipuðum nótum og mánudeginum lauk á hlutabréfamörkuðum Evrópu. Nú, skömmu eftir opnun markaða, hafa allar helstu hlutabréfavísitölur álfunnar lækkað um 1,5-2%. Þannig hefur FTSE lækkað um 1,5%, DAX um 2,1% og CAC sömuleiðis um 2,1%.

Lækkunin helgast öðru fremur af ótta markaðarins við ástandið í Grikklandi en fjármálaráðherra landsins lét í gær hafa eftir sér að landið nái ekki að skera niður eins mikið og krafist hefur verið.

Í Asíu lækkuðu helstu vísitölurnar, Nikkei um 1,1% og Hang Seng hefur til þessa lækkað um 1,6% en kauphöllin í Hong Kong er enn opin.