Rafmyntin Bitcoin hefur á undanförnum sólarhring lækkað um 2.000 dali en gengi rafmiðilsins stendur nú í um 12.000 dölum.

Fyrir um viku síðan stóð gengi rafmyntarinnar í 15.000 dölum en myntin hefur farið heldur lækkandi síðan fyrir um mánuði síðan þegar hún náði hæstu hæðum í rúmlega 19.300 dölum stykkið. Bitcoin hefur því jafnframt lækkað um rúmlega 7.000 dali á einum mánuði.

Ríki heims, einkum í Austur-Asíu hafa nú verið að skoða hvernig megi sníða regluverkum um notkun Bitcoin. Meðal annars hafa stjórnvöld í Suður-Kóreu sagst vilja banna alfarið viðskipti með rafmyntir líkt og Viðskiptablaðið hefur greint frá en landið er uppspretta stórs hluta eftirspurnar eftir rafmyntum. Þá hafa Kínverjar bannað starfsemi kauphalla fyrir rafmyntir og nýlega hafa þeir hert eftirlit með annars konar viðskiptum með rafmyntir.