Gengi hlutabréfa HB Granda lækkaði um 1,34% í Kauphöllinni í dag. Ekki voru mikil viðskipti með bréf félagsins eða upp á þrjár milljónir króna. Þetta var mesta lækkunina á hlutabréfamarkaði í dag. Gengi hlutabréfa HB Granda stendur nú í 25,7 krónum á hlut sem er 7,2% undir útboðsgengi fyrir færslu bréfanna af First North-markaðnum yfir á Aðalmarkað.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Marel um 0,7%, Regins um 0,61% og Sjóvár um 0,39%.

Á hinn bóginn hækkaði gengi bréfa N1 um 1,46%, Vodafone um 0,48%, Ossurar um 0,36% og TM um 0,18%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,15% og endaði hún í 1.153 stigum.

Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni nam rúmum 874,7 milljónum króna. Mest voru viðskiptin með hlutabréf N1 eða fyrir 275 milljónir króna.