Gengi OMXI10 úrvalsvísitölu Kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 0,31% í viðskiptum dagsins og stóð hún í 2.139,83 stigum í lok viðskiptadags. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 3 milljörðum króna.

Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 1,12% í 101 milljóna króna veltu. Næst mest hækkaði gengi bréfa Sjóvá, eða um 1,01% í 139 milljóna króna veltu.

Hlutabréf Icelandair lækkuðu mest í viðskiptum dagsins, eða um 3,35% í 194 milljóna króna veltu. Í morgun greindi flugfélagið frá því að það byggist ekki við að fá 737-Max þoturnar á ný inn í flota sinn fyrr en í maí á næsta ári.

Næst mest lækkaði gengi hlutabréfa Eimskips, eða um 0,80% í 107 milljóna króna veltu.