*

sunnudagur, 28. febrúar 2021
Innlent 11. febrúar 2021 16:55

Enn lækkar gengi Icelandair

Gengi flugfélagsins hefur lækkað um nærri 20% frá því að greint var frá því að ekki yrði af samningum við Pfizer.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gengi hlutabréfa Icelandair lækkaði um tæplega 8,5% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni, en heildarvelta með hlutabréf félagsins nam 508 milljónum króna. Í gær lækkaði gengi félagsins um ríflega 11% og hefur gengi félagsins því lækkað um tæplega 20% frá því að greint var frá því að ekki hafi náðst samningar um tilraunabólusetningar Pfizer hér á landi.

Heildarvelta viðskipta dagsins í Kauphöllinni nam 5,5 milljörðum króna. Gengi úrvalsvísitölunnar OMXI10 hækkaði um 1,25% og stendur í kjölfarið í 2.934,47 stigum.

Gengi hlutabréfa TM hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 5,6% í 161 milljón króna viðskiptum. Nokkuð fast á hæla Tm fylgdu bréf Kviku banka, sem hækkuðu um 4,18% í 554 milljóna króna veltu. Líkt og greint hefur verið frá hyggjast umrædd félög sameinast.

Mest velta var með bréf Marels og nam veltan 570 milljónum króna. Gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um tæplega 1% í viðskiptum dagsins.

Stikkorð: Kauphöll Icelandair Nasdaq