Hlutabréf í 10 af 20 félögum á aðalmarkaði hækkuðu í viðskiptum dagsins. Þannig hækkaði Úrvalsvísitalan um 0,3% og stendur nú í 2816,6 stigum. Heildarvelta á markaði nam um 4,5 milljörðum króna

Icelandic Seafood lækkaði mest af skráðum félögum í kauphöll dagsins en gengi félagsins fór niður um 2% í 20 milljóna viðskiptum og stendur nú í 9,8 krónum. Gengið hefur lækkað um rúmlega þriðjung frá áramótum.

VÍS lækkaði um 1,7% í 87 milljón króna viðskiptum á meðan Sjóvá stóð í stað í 490 milljón króna viðskiptum.

Mesta veltan var með bréf Marels eða um 900 milljóna króna en gengið hækkaði lítillega eða um 0,3%. Icelandair hækkaði í viðskiptum í dagsins eða um 1,13% og stendur nú í 1,79 á hlut en veltan var um 120 milljónir króna.

Hlutabréf Íslandsbanka hækkaði um rúmlega 0,3% og stendur gengið því nú í 121,4 krónum. Engin breyting var á hlutabréfaverði Arion banka en veltan var 910 milljónir króna. Kvika hækkaði um 0,5% og veltan var um 370 milljónir. Heildar velta með bréf bankanna var því  1,5 milljörðum króna.