Olíu- og eldsneytisverð heldur áfram að lækka en eins og fram kom á vb.is í morgun hafði talsverð lækkun átt sér stað í nótt. Hingað til í dag hefur verð á olíu af Brentsvæðinu lækkað um 2,8 dali, 2,4%, og kostar tunnan nú 112,7 dali og olía úr Mexíkóflóa er komin niður fyrir 100 dali og kostar nú 99,93 dali/tunnu sem er lækkun um 2,7%.

Þá hefur verð á framvirkum samningum með bensín lækkað um tæp 2% og kostar bandarískt gallon nú 2,96 dali.