Verð á tunnu af Brent Norður­sjávar­ol­íu fór niður í 55 Bandaríkjadali rétt í þessu. Verðið hefur ekki verið lægra síðan í maí 2009.

Í fjárkreppunni sem hófst árið 2008 fór verðið lægst í 35 dali, en þá hafði það ekki verið lægra síðan árið 2003.

Íslendingar hafa mikinn hag af lækkandi olíuverði. Olíuverðslækknanir á síðasta ári eru taldar hafa sparað íslenskum heimilum og fyrirtækjum um 13,5 milljarð króna.

Að auki þýðir lægra verð minna gjaldeyrisútstreymi og hefur áhrif til lækkunar á verðbólgu.