Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og hefur ekki verið lægra í nær sex ár. Það hélt áfram að lækka á mörkuðum í Asíu í nótt og nam lækkunin á Brent Norðursjávarolíu, til afhendingar í febrúar, rétt rúmum tveimur Bandaríkjadölum. Financial Times greinir frá.

Þetta þýðir að tunna af Brent olíu kostar, sem afhent er í febrúar, kostar nú 45,39 dali. Olíuverð vestanhafs fór jafnframt niður fyrir 45 dali og kostar tunnan þar 44,5 dali.

Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði nokkuð mikið á mörkuðum í gær, eða um nær 5%, og fór lokaverð hennar undir 50 Bandaríkjadali.