Verðbólga á evrusvæðinu mældist 0,3% í nóvember og lækkaði úr 0,4% í október, að því er segir í frétt BBC. Eykur þetta enn á áhyggjur af yfirvofandi verðhjöðnun á svæðinu. Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, segir að lækkandi orkuverð hafi haft mest áhrif á lækkun verðbólgunnar í nóvember.

Evrópski seðlabankinn lítur á verðbólgu undir einu prósentustigi sem merki um að hætta sé á verðhjöðnun. Lágri verðbólgu á evrusvæðinu hefur verið kennt um lélegan hagvöxt á svæðinu undanfarna mánuði. Óttast stjórnmála- og embættismenn að verði verðhjöðnun að veruleika muni neytendur og fjárfestar fresta eyðslu í þeirri von að verð lækki í framtíðinni.