*

miðvikudagur, 3. júní 2020
Erlent 3. september 2019 13:38

Trump segir Kína borga fyrir tollana

Bandaríkjaforseti fullyrðir að Kína, en ekki Bandaríkin og neytendur þar, muni á endanum gjalda í tollastríðinu.

Ritstjórn
Donald Trump er forseti Bandaríkjanna.
epa

Síðasta sunnudag lagði ríkisstjórn Donald Trump forseta Bandaríkjanna á um 110 milljarða dollara toll á kínverskan innflutning. Tollarnir leggjast á vörur allt frá skófatnaði yfir í tæknivörur eins og Apple úr. Stefnt er að auka tolla enn fremur 15. desember næstkomandi sem nemur um 160 billjóna dollara.

Trump hefur reglulega haldið því fram að Kína beri á endanum kostnaðinn við tollana, en þrátt fyrir það segir Bloomberg að mörg fyrirtæki og hagfræðingar í Bandaríkjunum að innflytjendur á vörum til landsins muni bera kostnaðinn og flytja hann áfram til viðskiptavina sinna.

Málgagn kínverskra kommúnistaflokksins hefur sagt í ritstjórnarpistli að áhrif tollaálagningarinnar muni skaða bandaríska neytendur beint, á meðan að ríkisstjórn Trump hefur dregið úr þeim áhyggjum af viðvarandi tollastríði. Trump segir að fundur, milli Bandarískra og Kínverskra sáttasemjara sé enn á skrá, og að vert sé að átta sig á því að það sé Kína en ekki Bandaríkin sem eru að greiða fyrir tollana.

Fjármálastofnun bandaríska þingsins (Congressional Budged office) áætlaði í ágúst, að á árinu 2020 muni bandarískir tolla á kínverskan innflutning hafa veruleg áhrif. Verg landsframleiðsla muni lækka um 0,3%, og að rauninnkoma lækki um 580 bandaríkjadollara að meðaltali. Fjárfestingarbankinn JPMorgan & Chase heldur því fram að nýjustu tollarnir muni hækka meðalkostnað bandarískra heimila um 1.000 dali á ári, en það mat kom áður en Trump hækkaði tollana úr 10 í 15%.

Stikkorð: Bandaríkin Kína Donald Trump tollar Bandaríkin Kína