*

laugardagur, 15. ágúst 2020
Innlent 28. júní 2019 16:24

Enn leiðir Icelandair lækkanir

Verð á hlutabréfum í Icelandair lækkaði mest eða um 1,98% í 207 milljóna króna í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

OMXI8 vísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 0,20% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni, en veltan í viðskiptum dagsins nam 1,5 milljarði króna. 

Verð á hlutabréfum í Icelandair lækkaði mest eða um 1,98% í 207 milljóna króna viðskiptum. Bréf Eikar Fasteignafélags lækkaði næst mest eða um 1,34% i 123 milljóna króna viðskiptum.

Aðeins eitt félag hækkaði um meira en 1% á markaði í dag en það var Síminn. Hækkuðu bréf félagsins um 2,47% í 238 milljóna króna viðskiptum. 

Stikkorð: Kauphöll Icelandair Nasdaq