Hlutabréfamarkaðir lækkuðu talsvert í Bandaríkjunum í dag, fjórða daginn í röð.

Vaxandi áhyggjur af stöðu efnahagsmála og aukið atvinnuleysi hefur áhrif til lækkunar. Boing, flugvélaframleiðandinn, lækkaði til að mynda talsvert í dag vegna ótryggs atvinnuástands.

Sem fyrr eru hreyfingar orkufyrirtækja áberandi. Exxon lækkaði mikið í dag og hafði það töluverð áhrif á önnur orkufyrirtæki en slík félög innan S&P hafa ekki verið metin jafn lágt síðan í febrúar.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 3,2%, Dow Jones lækkaði um 2,99% og Standard & Pours lækkaði einnig um 2,99%.

Olíuverð hafði lækkað um 1,34% við lokun markaða og kostar olíutunnan nú 107,89 bandaríkjadali.