Hlutabréf héldu í dag áfram að lækka í Bandaríkjunum þó lækkunin væri ekki jafn mikil og í gær. Fyrst í morgun leit út fyrir að hlutabréf myndu hækka en eftir því sem leið á daginn fóru rauðar tölur að sýna.

Við lokun markaða í dag hafði Nasdaq lækkað um 1,92% og stóð vísitalan í 2696 stigum. Dow Jones lækkaði í dag um 0,26% og Standard & Poor 500 lækkaði um 0,06%.

Fjármálafyrirtæki hækkuðu í dag um 0,4% og komu að öllum líkindum í veg fyrir að lækkun markaða yrði meiri. Það voru hins vegar tæknifyrirtæki sem lækkuðu mest eða um 3,7%.