Erlendir sérfræðingar virðast ekki hafa trú á að lækkunarhrina verði langvarandi heldur sé hún leiðrétting sem fer í gegn á stuttum tíma. Þó gera þeir ráð fyrir að lækkunin gæti numið allt að 10% á helstu hlutabréfavísitölum, segir greiningardeild Glitnis.

?Verðlækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum, sem byrjaði með 9% lækkun í Kína síðastliðin þriðjudag, hélt áfram við opnum markaða í morgun. Lækkun síðustu viku nam 4,4% á bandarísku S&P vísitölunni og 5,9% á Nasdaq. Nikkei 225 lækkaði um 3,3% og FTSE 100 um 1,6%. Hlutabréfavísitölurnar á Norðurlöndunum lækkuðu um 2,3 til 2,9%; mest í Noregi og Svíþjóð.

Á sama tíma hefur verð á skuldabréfum farið hækkandi og ávöxtunarkrafa þeirra lækkað að sama skapi. Þetta hefur gerst bæði á bandaríska markaðnum og í Evrópu. Viðbrögð fjárfesta eru því skólabókardæmi um flótta yfir í áhættuminni fjárfestingar þegar verð hlutabréfa lækkar og er það kallað öryggisflótti (e. flight to safety),? segir greiningardeildin.