Olíuverð heldur áfram að lækka á heimsmarkaði þó lítil merki sjáist um slíkt hjá íslensku olíufélögunum.

Olía í framvirkum samningum til afhendingar í janúar var skráð hjá Brent Crude Oil fyrir stundu á 51,36 dollara tunnan.

Það sem af er degi hefur verið lækkað að meðaltali um –0,48%, en mest hefur lækkunin í morgun verið 0,93%.

Er olíuverðið orðið verulega mikið lægra en á sama tíma í fyrra, en þá var verðið um 86 dollarar tunnan.

Olía til afhendingar í desember var skráð hjá NYMEX í Bandaríkjunum á 54,16 dollara tunnan í morgun og hafði þá lækkað um 0,42%.