Asísk hlutabréf lækkuðu í verði í dag, enn og aftur vegna ótta fjárfesta um að samdráttur í Bandaríkjunum komi niður á hagnaði asískra fyrirtækja, en Bandaríkin eru langmikilvægasti útflutningsmarkaður Asíuríkja. MSCI Asia Pacific vísitalan hafði lækkað um 1% kl. 14.58 í Tókýó, og lækkuðu fjarskiptafyrirtæki mest. MSCI vísitalan hefur lækkað um 9,3% á árinu og hefur gildi hennar lækkað allar vikur nema eina. Nikkei 225 vísitalan japanska lækkaði um 1,4%.