Hlutabréf lækkuðu í Asíu, annan daginn í röð en vaxandi áhyggjur af bandarísku efnahagslífi er talin meginorsökin samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni. Auk þess hefur dollarinn sjaldan verið jafn veikur gagnvart júainu.

Bíla- og tækjaframleiðendur voru lækkuðu einnit almennt í dag. Honda Motor lækkaði um 3% í Japan og Samsung lækkaði um 3,5% í S-Kóreu og gert er ráð fyrir minni sölu tækja og bíla til Bandaríkjanna á næstunni.

MSCI Asian Pacific hafði lækkaðn um 1,3% þegar nálgast fór lokun markaða. Í Japan lækkaði Nikkei 225 vísitalan um 2,3% og var það mesta lækkun í Asíu. Þá lækkaði S&P 200 í Ástralíu um 1,4%.