Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,25% í dag og endaði í 6.766 stigum að því er kemur fram á M5. Sjö félög hækkuði í dag en 15 félög lækkuðu. Þetta er þriðji dagurinn í röð í þessari viku sem Úrvalsvísitalan lækkar. Mest hækkun varð hjá Bakkavör Group eða um 1,06%. Eik Banki lækkaði um ríflega 5% og Exista um 3,65%.

Gengisvísitala krónunnar fór í dag yfir 123 stig og hefur vístalan ekki farið hærra síðan 20. ágúst síðastliðinn.