Framan af degi höfðu hlutabréf á Wall Street lækkað minna en hlutabréf í Evrópu. Vísitölurnar þrjá, Dow Jones, S&P og Nasdaq höfðu þá lækkað um 2,8-3,8%.

Barack Obama hélt ræðu fyrir stundu þar sem hann fjallaði um lækkun lánshæfismats Bandaríkjanna seint á föstudag. Markaðsaðilar tóku ræðu illa því hlutabréfaverð lækkað enn meira.

Nasdaq hefur lækkað um 5,88%, S&P hefur um 5,86% og Dow Jones um 4,55%.

Búast má við umtalsverðum sveiflum á hlutabréfaverði fram að lokun í kvöld.