Kosningar á Grikklandi gætu valdið enn meiri óstöðugleika á fjármálamörkuðum. Evrópski Seðlabankinn er tilbúinn til aðstoðar á evrusvæðinu ef þörf verður á. Kosningarnar fara fram n.k. sunnudag en stjórnarkeppa hefur ríkt undanfarið í Grikklandi vegna skuldakreppu og mikils niðurskurðar.

Forseti Evrópska Seðlabankans, Mario Draghi, veltir ábyrgðinni yfir á stjórnmálamenn og segir þeirra ákvarðanir meira ráðandi en peningmálastefnur. Þetta kemur fram á vef BBC.