Tap af grunnrekstri Hörpu á fyrri hluta ársins nam 169 milljónum króna. Þá varð einnig tap á rekstrinum allt síðasta ár sem nam 380 milljónum króna. Samanlagt tap síðustu átján mánaða af rekstri tónlistarhússins nemur því 549 milljónum króna. Greint er frá þessu í Markaðnum á Fréttablaðinu .

Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segir í samtali við Markaðinn að ljóst sé a rekstur Hörpu standi ekki undir sér miðað við óbreytt fasteignagjöld. Hörpu er gert að greiða 188 milljónir króna í fasteignagjöld vegna fyrri hluta ársins. Segir Halldór að það séu fjórum sinnum hærri gjöld en Kringlan og Smáralind greiði á hvern fermetra.

Hann segir hins vegar að rekstur Hörpu fari batnandi. Tapið á fyrri helmingi þessa árs hafi verið 40 milljónum króna lægra en á sama tíma í fyrra. „Í fyrsta skipti er tapið talsvert lægra en fasteignagjöldin sem við borgum.“