Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hækkar enn. Krafa RIKB 20 flokksins stendur nú í 6,21 prósentum og RIKB 22 er í 6,17 prósentum. Allir flokkar óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hafa hækkað í verði um 12-17 punkta það sem af er degi þegar þetta er skrifað, fyrir utan flokk sem er á gjalddaga síðar á þessu ári.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í dag virðast fjárfestar hafa áhyggjur af pólitískri óvissu . Í gær hækkaði ávöxtunarkrafa skuldabréfa mikið framan af degi, en sú hækkun gekk að nokkru leyti til baka þegar leið á daginn. Síðan á föstudag hefur ávöxtunarkrafa langra óverðtryggðra flokka hækkað um 43-49 punkta.

Ávöxtunarkrafa verðtryggðra flokka hefur einnig hækkað um nokkra punkta það sem af er degi. Krafa RIKS 21 flokksins hefur hækkað um 18 punkta síðan á föstudaginn.