Um 2,5 milljarða velta var á viðskiptum með hlutabréf á Aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag og um 11 milljarða króna velta á viðskiptum með skuldabréf.

Mest hækkaði gengi fasteignafélagsins Eikar, eða um 2,55% í 319 milljón króna veltu en þar á eftir hækkaði gengi Regins mest, eða um 2,17% í 297 milljón króna veltu. Mesta velta var á bréfum Símans eða um 460 milljónir og hækkaði gengi bréfa fjarskiptafélagsins um 1,09% í viðskiptum dagsins. Um 980 milljóna króna velta var á viðskiptum með bréf Símans í gær og hækkaði gengi félagsins um 4,57%.

Mest lækkaði gengi Nýherja eða um 2,37% og svo Eimskipa um 1,37%.

Aðalvísitala skuldabréfa Kauphallarinnar hækkaði um 0,3% og stendur lokagildi hennar í 1.192,16. Óverðtryggði hlutinn hækkaði um 0,75% og verðtryggði hlutinn hækkaði um 0,08%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,23% eftir viðskipti dagsins í dag og stendur lokagildi hennar í 1.767,34 stigum.