Miðað við uppgjör flugfélaganna Icelandair og WOW air á síðasta ári er ennþá mikill munur á stærð félaganna. Icelandair hafði um 106 milljarða króna í tekjur á síðasta ári miðað við gengi dollarsins í lok síðasta árs. Á sama tíma hafði Wow air um 10,7 milljarða króna í tekjur. Munurinn er tífaldur.

Rekstur Icelandair og Wow air gekk einnig misvel á síðasta ári. 5,7 milljarða króna hagnaður varð á rekstri Icelandair á árinu, eða sem samsvarar um 5,4% af tekjum flugfélagsins. Á sama tíma var 560 milljóna króna tap af rekstri Wow air. Það samsvarar um 5,2% af tekjum félagsins.

Vöxtur tekna var hins vegar áþekkur hjá flugfélögunum. Tekjur WOW air uxu um 8,1% í krónum talið, en tekjur Icelandair um 9,1% í dollurum talið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .

© vb.is (vb.is)