Smásala í Bandaríkjunum minnkaði um 2,7% milli mánaða í desember samkvæmt tölum frá bandaíska viðskiptaráðuneytinu.

Það verða að teljast nokkur vonbrigði fyrir smásala vestanhafs sem voru að von að jólavertíðin myndi hífa upp sölutölur. Á öllu árinu 2008 minnkaði smásala að meðaltali um 0,1% á milli mánaða.

Þá minnkaði smásala í desember um 9,8% milli ára en hafði minnkað um 8,2% milli ára í nóvember.

Eins og áður eru helstu skýringar fyrir minnkandi smásölu aukið atvinnuleysi, óvissa í efnahagsmálum, erfið lánaskilyrði.

Rétt er að hafa í huga að einkaneysla í Bandaríkjunum telur um 2/3 af hagkerfi landsins og mun minnkandi smásala því óneitanlega hafa mikil áhrif á hagvöxt á árinu.