Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði á fundi með blaðamönnum í morgun að samkomulag við seðlabankann Í Lúx, sem tilkynnt var um í morgun, myndi greiða fyrir heildarsamkomulagi um uppgjör á þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg. Málið hefur staðið fast í langan tíma á meðan búið er að greiða fyrir uppgjöri Glitnis og Kaupþings þar í landi. Ástæðan hefur meðal annars verið deilur um uppgjör þrotabúsins við evrópska Seðlabankans vegna umfangsmikilla veðlána sem Landsbankinn stundaði fyrir hrun með það að markmiði að fá aukna lausafjárfyrirgreiðslu.

Yvette Hamilius skiptastjóri Landsbankans í Lúxemborg undirritaði samkomulag um kaup ríkisins á krónueignum Seðlabankans í Lúx fyrir hönd þrotabúsins í morgun ásamt Má og Yves Mersch seðlabankastjórans þar í landi. Þegar Már var spurður hvort lausnin á því máli væri tengd lausn á öðrum vandamáli Landsbankans í Lúx, svokölluðum veðlánaviðskiptum sem gekk undir nafninu Betula, sagði hann að aðrir yrðu að svara til um það. Ólíkt því sem var í Avens skuldabréfinu, þar sem undirliggjandi veð voru í krónum, voru veðin í Betula skuldabréfinu erlend.