Enn er ósamið í læknadeilunni svonefndu. Fundi samninganefnda ríkis og Læknafélags Íslands var slitið upp úr klukkan fjögur og hafði þá staðið yfir í tvo tíma. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV. Næsti fundur verður í síðasta lagi á fimmtudag.

Í samtali við RÚV segir Sigurveig Pétursdóttir að samningaviðræður hafi ekki borið neinn árangur. Hún hefur áhyggjur af uppsögnum lækna sem hafi verið í fréttum á undanförnum dögum.