„Það verður bara að koma í ljós. Við erum að vinna þessi mál í stjórnkerfinu og það er ekkert um þetta að segja fyrr en við höfum leitt málið til lykta,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við RÚV .

Slitastjórn gamla Landsbankans hefur óskað eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum til þess að unnt sé að greiða kröfuhöfum hluta af eignum þrotabúsins. Hefur slitastjórnin beðið eftir svörum frá Seðlabankanum þess efnis og bað um svör fyrir 1. október síðastliðinn. Niðurstaða hefur hins vegar ekki ennþá fengist frá Seðlabankanum.

Kröfuhafafundi gamla Landsbankans var frestað í gær þar sem ekkert svar hafði borist frá stjórnvöldum eða Seðlabankanum. Frestur sem bankinn gaf til svara rennur út í dag og hefst kröfuhafafundur að nýju klukkan fjögur.