Þrír lögreglumenn voru skotnir til bana og fjórir til viðbótar særðust í árás á veitingastað sem er vinsæll meðal lögreglumanna í borginni Baton Rouge í Louisiana.

Skotinn í átökum við lögreglu

Fyrir 12 dögum síðan skutu lögreglumenn í borginni hinn 37 ára Alton Sterling eftir að þeir höfðu fellt hann til jarðar í átökum. Lögreglumennirnir voru hvítir en Alton Sterlking var af afrískum uppruna.

Lögreglumennirnir segja hann hafa reynt að teygja sig eftir byssu en myndbandsupptökur af atburðunum hafa enn á ný hleypt illu blóði í samskipti lögreglu og samfélags blökkumanna í landinu. Fyrir einungis 10 dögum voru fimm lögreglumenn skotnir í Dallas í Texas.

Árásarmaðurinn varð 29 í gær, árásardaginn, en hann kom frá Kansas í Texas. Hann hét Gaving Long, fyrrverandi hermaður sem barðist í Írak á árunum 2008 til 2009, og var hann af afrískum uppruna.