Samdráttur á evrusvæðinu verður meiri á þessu ári en reiknað var með og hægar draga úr halla á fjárlögum en gert var ráð fyrir, samkvæmt hagspá framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem birt var í dag. Í hagspánni kemur m.a. fram að kreppa verði í Frakklandi, Spáni, Ítalíu og Hollandi á þessu ári og muni eini hagvöxturinn verða í Þýskalandi.

Reuters-fréttastofan fjallar um skýrsluna í dag en þar segir m.a. að búast megi við 0,4% samdrættir á evrusvæðinu á þessu ári og 1,2% hagvexti á næsta ári. Þetta er örlítið meiri svartsýni en í fyrri spá framkvæmdastjórnarinnar sem kom út í febrúar. Þar var gert ráð fyrir 0,3% samdrætti á evrusvæðinu á þessu ári og 1,4% hagvexti á næsta ári.