Flugfélögin Emirates og Etihad Airways hafa bæði sagt opinberlega að framleiðandi Airbus flugvélanna  hafi skrifað þeim um frekar tafir á afhendingu vélanna. Talsmaður Airbus hefur þó sagt að ekki sé um tafir að ræða, heldur „endurskoðun framleiðsluferlis".

Emirates sögðu í dag að tafir myndi „skaða flugfélagið umtalsvert", en félagið hefur pantað alls 58 vélar. Fyrstu afhendingar á Airbus vélunum voru heilum tveimur árum of seint, en margvísleg vandamál hafa komið upp við framleiðslu og smíði vélanna.

Fyrstu vélarnar voru afhentar Singapore Airlines á síðasta ári, en Emirates er eftir sem áður stærsti pöntunaðili vélanna.