Kínverjar hafa aukið herstyrk sinn mikið undanfarna tvo áratugi. Framlög til hermála hafa aukist yfir 10% á ári frá 1989, utan ársins 2009 þegar þau jukust um 7,5%.  Þetta kemur fram á vef Financial Times.

Opinber framlög til hermála í Kína eru 110 milljarðar dala fyrir árið í ár. Aukning milli ára nemur 11,2% en nam 12,7% í fyrra.

The Stockholm Institute for Peace Research (Sipri) telur töluna vera aðeins 60% af raunverulegum framlögum til hermála en að uppgefnar tölur yfirvalda gefi rétta mynd af aukningunni, ár frá ári.

Kínverski herinn.
Kínverski herinn.