*

sunnudagur, 20. júní 2021
Erlent 4. júní 2021 18:12

Enn sveifla tíst Musk gengi Bitcoin

Tíst þar sem Elon Musk gefur í skyn að hann hafi slitið samvistum við Bitcoin varð til þess að gengi rafmyntarinnar féll um 7%.

Ritstjórn
Elon Musk.
EPA

Enn á ný hefur tíst frá Elon Musk, Tesluforstjóranum skrautlega, haft áhrif á gengi rafmyntarinnar Bitcoin. Í þetta skiptið varð tíst hans, þar sem hann gefur í skyn að hann og Bitcoin hafi „slitið samvistum“, til þess að gengi rafmyntarinnar féll um 7%. Reuters greinir frá.

Rafbílaframleiðandinn Tesla, sem Musk stýrir, er með stóra stöðu í Bitcoin, auk þess sem Musk sjálfur lofsöng rafmyntina fyrir nokkrum mánuðum síðar. Þar af leiðandi hefur gengi rafmyntarinnar sveiflast upp á við eða niður er Musk tístir um myntina, eftir efni tístsins.

Oft á tíðum hafa fjárfestar átt í vandræðum með að lesa í tíst Musk, sem mörg hver hafa verið furðuleg og illskiljanleg. Hafa margir rafmyntasérfræðingar átt í vandræðum með að átta sig á þeim hvötum sem liggja að baki tísta Musk.

Bobby Ong, annar stofnenda rafmyntatölfræðisíðunnar CoinGecko, telur að Musk sé einfaldlega að „fíflast í Bitcoin samfélaginu“ (e. Trolling the community).

Stikkorð: Bitcoin Elon Musk