Í kjölfar mikilla hækkana á hlutabréfamarkaði undanfarna daga er rétt að staldra við og athuga hvort verð á hlutabréfum sé orðið hátt, segir greiningardeild Glitnis.

Með hliðsjónar af útgefnum verðmötum greiningardeildarinnar segir hún enn sé svigrúm til hækkana á hlutabréfamarkaði.

?Séu fjárfestar að fjárfesta til lengri tíma þá er t.d. mikið svigrúm til hækkunar í hlutabréfum Kaupþings banka og Landsbankans," segir greiningardeildin en útgefið verðmatsgengi hennar á Kaupþingi banka á 979 og gengi bankans á markaði er 808 krónur á hlut, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvaktinni.

?Sama má segja um Landsbankann en þar er gengi á markaði 23,8 en verðmatsgengi 29,0 og því einnig kauptækifæri í bréfum bankans," segir greiningardeildin.