Enn tefst afhending á nýjustu framleiðslu Boeing flugvélaverksmiðjunar, 787 Dreamliner en nú stefnir félagið á að afhenda vélar til notkunar haustið 2009.

Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu en þetta er í þriðja sinn á sex mánuðum sem Boeing frestar afhendingu vélarinnar.

Upprunalegur afhendingartími 787 Dreamliner var í maí á þessu ári en eins og fyrr segir er áætlað að afhenta vélina haustið 2009. Vélin er því 14 mánuðum á eftir áætlun.

Í janúar síðastliðnum tilkynnti Boeing að fyrsta vélin yrði afhent All Nippon Airways Co snemma á árs 2009 en verksmiðjan segir tafir á reynsluflugi gera það að verkum að afhending dragist.