Tap Tæknivals nam 27 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, á sama tímabili í fyrra var tap fyrirtækisins 41,2 milljónir króna, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Rekstrartekjur félagsins námu 488 milljónum króna á tímabilinu, en rekstrargjöld án afskrifta námu 460 milljónum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) er 28,5 milljónir króna.

Afskriftir nema 5,1 milljónum króna og hrein fjármagnsgjöld námu um 57 milljónum króna, sem að miklu leiti er vegna gengisþróunar, segir í tilkynningunni.

Eigið fé félagsins í lok fyrri helmings ársins 2006 var neikvætt um 107 milljónir króna. Heildarskuldir félagsins eru 620 milljónir króna í lok tímabilsins.

Í byrjun mars 2006 keypti Eignarhaldsfélagið Byr ehf. allt hlutafé í félaginu. Í kjölfarið seldi félagið rekstur verslunarsviðs Tæknivals í Skeifunni 17 og tóku nýir eigendur við rekstri þess hluta, segir í tilkynningunni.