Tap var af rekstri sænska lággjaldaflugfélagins FlyMe á fyrstu níu mánuðum ársins. Tapið nam 87,7 milljónum sænskra króna (660 milljónir íslenskra króna) en heildartekjur félagsins á tímabilinu námu 304 milljónum sænskra króna (2,3 milljarðar íslenskra króna), segir í tilkynningu frá félaginu.

Þrátt fyrir tapið, sem minnkar úr 98,4 milljónum sænskra króna á sama tímabili í fyrra, hafa tekjur félagins aukist verulega og voru þær 115 milljónir sænskra króna á fyrstu níu mánuðunum í fyrra.

Eignarhaldsfélagið Fons, sem stjórnað er af Pálma Haraldssyni og Jóhannesi Kristinssyni, er stærsti hluthafinn í FlyMe með um 20% hlut.