*

þriðjudagur, 15. október 2019
Innlent 23. júní 2019 12:03

Enn tapar Bauhaus

Bauhaus á Íslandi skilaði 141 milljónar króna tapi á síðasta rekstrarári, samanborið við 112 milljóna króna tap árið áður.

Ritstjórn
Mads Bilenberg Joergensen.
Haraldur Jónasson

Bauhaus á Íslandi skilaði 141 milljónar króna tapi á síðasta rekstrarári, samanborið við 112 milljóna króna tap árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu rúmlega 3 milljörðum króna samanborið við 2,8 milljarða króna árið áður.

Rekstrartap nam 30 milljónum króna samanborið við 34 milljónir árið áður. Eignir félagsins námu 1,5 milljörðum króna um síðustu áramót og eigið fé nam um 29 milljónum króna. Mads Bilenberg Joergensen er framkvæmdastjóri félagsins.

Stikkorð: Bauhaus uppgjör