Danski skartgripaframleiðandinn Pandora hagnaðist um tvo milljarða danskra króna á árinu 2011 sem er langt undir væntingum. Í kjölfarið féll gengi hlutabréfa Pandoru um 9% í gær og var lokagengi 77,35 danskar krónur á hlut.

Virði hlutabréfa Pandoru hefur bein áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti nýjum eigendum FIH bankans haustið 2010. Seðlabankinn hefur tapað tugum milljarða á þessari lánveitingu.

Pandora var skráð á markað í Danmörku undir lok árs 2010.