*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Innlent 19. ágúst 2019 09:04

Tap hjá Grími kokki

Tap Gríms kokks nam 13 milljónum króna á síðasta rekstrarári en árið áður nam tapið 12 milljónum.

Ritstjórn

Tap framleiðslufyrirtækisins Gríms kokks nam 13 milljónum króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 12 milljóna króna tap árið áður. Tekjur félagsins námu 266 milljónum króna. 

Eignir námu 214 milljónum króna og eigið fé félagsins nam 72 milljónum króna. Laun og launatengd gjöld námu 121 milljón króna og stóðu nánast í stað frá fyrra ári, en að meðaltali störfuðu 14 starfsmenn hjá fyrirtækinu í fyrra. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Stikkorð: uppgjör Grímur kokkur