*

þriðjudagur, 28. janúar 2020
Innlent 13. október 2018 14:35

Enn tapar Hringbraut

Fjölmiðillinn Hringbraut tapaði 62 milljónum króna á síðasta rekstrarári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fjölmiðillinn Hringbraut, sem heldur uppi samnefndri sjónvarpsstöð, skilað 62 milljóna króna tapi á síðasta rekstrarári, samanborið við 21 milljóna króna tap árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 75,3 milljónum og eignir námu 82,9 milljónum króna. Eigið fé félagsins var 53,3 milljónir í árslok 2017.

Laun og launatengd gjöld námu 68,7 milljónum króna. Fyrirtækið er nánast alfarið í eigu Saffron Holding ehf., en eignarhlutur félagsins í Hringbraut er 99,5%. Guðmundur Örn Jóhannsson er sjónvarpsstjóri og varamaður í stjórn Hringbrautar.

Stikkorð: Hringbraut