*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 18. september 2019 07:16

Enn tapar Leonard

Skartgripaverslunin skilaði tæplega 36 milljóna króna tapi á síðasta ári. Árið áður nam tapið 51 milljón króna.

Ritstjórn
Skartgripaverslunin Leonard er til húsa í Kringlunni.
Aðsend mynd

Skartgripaverslunin Leonard skilaði tæplega 36 milljóna króna tapi á síðasta ári, samanborið við 51 milljón króna tap árið 2017. Þetta kemur fram í ársreikningi verslunarinnar fyrir árið 2018. 

Velta Leonards á síðasta ári nam tæplega 121 milljón króna og dróst veltan lítillega saman á milli ára, eða um tæplega 3 milljónir. Þá námu rekstrargjöld 153 milljónum króna og drógust þau saman um 16 milljónir króna frá árinu á undan.

Eignir skratgripaverslunarinnar námu 156 milljónum króna um síðustu áramót, en árið áður námu þær 204 milljónum króna. Þá var eigið fé verslunarinnar neikvætt um 149 milljónir króna. 

Laun og launatengd gjöld námu tæplega 50 milljónum króna, en 12 manns störfuðu að jafnaði hjá versluninni í fyrra. Helga Daníelsdóttir er framkvæmdastjóri Leonard, en verslunin er að fullu í eigu félagsins Ellur ehf.

Stikkorð: Leonard uppgjör